Framkvæmdin: Hugmynd verður að veruleika

1972

Möguleg jarðgöng undir Hvalfjörð komast í fyrsta sinn á prent í opinberri skýrslu.

Nefnd á vegum samgönguráðherra nefndi botngöng eða jarðgöng sem möguleika til að bæta samgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Vesturlands.
1986

Hreinn Haraldsson, jarðfræðingur kynning nýjungar í jarðgangagerð

Hreinn Haraldsson, jarðfræðingur Vegagerðarinnar, kynnir sér nýjungar í jarðgangagerð í Noregi, þar á meðal neðansjávargöng.
1987

Langtímaáætlun í jarðgangagerð

Nefnd samgönguráðherra um langtímaáætlanir í jarðgangagerð nefnir í skýrslu að miklar líkur séu á að jarðgöng undir Hvalfjörð verði þjóðhagslega hagkvæm. Hreinn Haraldsson kynnir fyrstu útreikninga og rannsóknaráætlun fyrir Hvalfjarðargöng, meðal annars á fundi Verkfræðingafélags Íslands
1990

Starfshópur samgönguráðherra birtir skýrslu

Birtar niðurstöður skýrslu starfshóps samgönguráðherra um samgöngur í utanverðum Hvalfirði. Tenging yfir/undir fjörðinn er sagður fýsilegur og arðsamur kostur og vitnað í frumspá Vegagerðarinnar um aukningu umferðar á svæðinu.
1990

Vegagerðin birtir skýrslu um rannsóknir

Vegagerðin birtir skýrslu um rannsóknir allt frá árinu 1988 sem Orkustofnun, Hafrannsóknastofnun og fleiri komu að. Niðurstaðan er að vegasamband við utanverðan Hvalfjörð geti verið arðbær kostur.
2018

Hvalfjarðagöng afhent ríkinu skuldlaust

Lögum samkvæmt er 2018 síðasta rekstrarár Spalar í Hvalfjarðargöngum. Skuldir skulu þá greiddar niður og mannvirkið síðan afhent stjórnvöldum án endurgjalds. Ætla má að þetta gerist seint á árinu 2018.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009