Ágætu viðskiptavinir Spalar.
Skrifstofa félagsins verður lokuð milli jóla og nýárs. Uppgjöri vegna veglykla, afsláttarmiða og inneignar á viðskiptareikningum lýkur ekki fyrr en í janúar, líkt og okkur grunaði að gæti orðið. Svo miklu var skilað á síðustu dögum og vikum, sem betur fer!
Þökkum velvild og þolinmæði í annasömu uppgjöri sem lýkur í janúar. Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með þökk fyrir samskipti í tuttugu ár. Starfsfólk Spalar.
N1 á Ártúnshöfða 30. nóvember 2018. Marínó Tryggvason hjá Speli sækir veglykla. Lengst til hægri er Rami stöðvarstjóri og í miðið Hjálmar, starfsmaður á N1.
30. nóvember 2018 við N1 Ártúnshöfða. Nú gildir að troða! Marinó Tryggvason fyllir bílinn af veglyklum í kössum.
Marinó Tryggvason hjá Speli nær í veglykla á afgreiðslu Olíudreifingu að Hólmaslóð 8-10 í Reykjavík. Með honum eru á myndinni Sigríður Steingrímsdóttir og Sólrún Lilja Hannesdóttir, báðar starfsmenn í bókhaldi, og Auður Harðardóttir fjármálastjóri. Ösin í afgreiðslu Oliudreifingar núna um miðjan nóvember er álíka og í bókaverslunum á Þorláksmessu!
Starfsfólk á Spalarskrifstofunni með fangið fullt af veglyklum og afsláttarmiðum sem skilað er á þjónustustöðvum í Reykjavík og á Vesturlandi!
Lára B. Pálmarsdóttir hefur náð lygilegri leikni við að ná veglyklum af bílrúðum skjótt og örugglega!
Pósturinn á Akranesi (Ólöf Birna Torfadóttir) mætir daglega með fullan kassa af veglyklum og afsláttarmiðum. Ásrún Baldvinsdóttir tekur við sendingunni.