Vefyfirlit - innskráning og leiðbeiningar

Innskráning
Aðgangsorð notenda er samningsnúmer þeirra, en það kemur fram á greiðsluseðli. Upprunalegt lykilorð er póstnúmer lögheimilis viðskiptavinar samkvæmt þjóðskrá. Við hvetjum fólk til að breyta lykilorði strax, sem er valmöguleiki þegar notandi hefur skráð sig inn á vefsvæðið.

Glatað lykilorð
Fari svo að notandi glati lykilorði sínu er unnt að fá nýtt aðgangsorð með því að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Mín síða
Á þessari síðu má sjá eftirfarandi upplýsingar:

  • Upplýsingar úr viðskiptamannaskrá Spalar.
    • Vinsamlegast sendið leiðréttingar í tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef upplýsingar í viðskiptamannaskrá eru ekki réttar.
  • Ferðayfirlit uppfært til – sýnir dagsetningu og tíma síðustu uppfrærslu á ferðayfirliti.
  • Reikningsnúmer og staða reiknings við síðustu uppfærslu á ferðayfirliti. Hver viðskiptavinur getur haft fleiri en eitt ökutæki.
  • Síðast greiddur reikningur sýnir hvenær greiðsla frá viðskiptavini var síðast móttekin af Speli.
  • Ökutæki á samningi.
    • Bílnúmer, veglykill skráður á viðkomandi ökutæki, gjaldflokkur og staða viðkomandi veglykils. Aðeins einn veglykill getur verið gildur á hvert ökutæki.

Ferðayfirlit
Á þessari síðu má fletta upp ferðayfirliti fyrir tiltekið tímabil með því að slá inn dagsetningar í þar til gerða reiti efst á síðunni og smella á leitarhnappinn.

Ferðayfirlit er birt fyrir hvert ökutæki sem skráð eru á áskriftarsamning auk samtölu yfir fjölda ferða og veggjald.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009