Hvar fæst veglykill?

Veglyklar eru afhentir áskrifendum hjá

  • Olíudreifingu ehf. að Hólmaslóð 8-10 í Reykjavík
  • þjónustustöðvum N1 á Ártúnshöfða og við Háholt í Mosfellsbæ
  • Select Bústaðavegi við Öskjuhlíð í Reykjavík
  • þjónustustöðvum N1 og OLÍS í Borgarnesi
  • OLÍS á Akranesi 
  • á skrifstofu Spalar ehf. að Kirkjubraut 28 á Akranesi.

Áskriftarferðir eru greiddar fyrir fram.  Áskrifandi greiðir 3.000 króna skilagjald fyrir veglykil og fær það endurgreitt ef áskrift er sagt upp og veglykli er skilað til Spalar.

Frá og með 1. október 2009 er skilagjald innheimt af öllum veglyklum sama áskrifanda.

Afgreiðslutími Spalar og Olíudreifingar er virka daga kl. 8:00-12:00 og 13:00-16:00, að undanskildum föstudögum þegar lokað er kl. 15:00.

Veglykill fylgir ákveðnum bíl og óheimilt er að flytja tækið á milli bíla. Fjölskylda með tvo eða fleiri bíla verður þannig að fá veglykil í hvern bíl, ef svo ber undir, en hún getur hins vegar tengt alla sína lykla einum áskriftarreikningi. Ef fjölskylda hefur til dæmis tvo bíla með tveimur lyklum og kaupir 40 ferðir í áskrift geta bílarnir nýtt þennan „ferðapott" sameiginlega.

Áskriftareyðublöðum og gjaldskrárbæklingum dreift á þjónustustöðvar Spalar vegna veglykla.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Spölur ehf. á og rekur Hvalfjarðargöng.

Skrifstofa Spalar er að
Kirkjubraut 28, 
300 Akranes
sími 431 5900, fax 431 5901. 

Opið mánudaga til fimmtudaga  8-16

og föstudaga 8-15 

Kennitala: 511295-2119

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009