Veglykill - eigendaskipti bíls

Ef ökutæki með veglykli er selt ber seljanda annað hvort að

  • taka veglykilinn úr ökutækinu um leið og salan á sér stað og skila honum á afgreiðslustað Spalar.

EÐA

  •  tilkynna Speli um það í síma 431 5900 eða með tölvupósti til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (ef skipt er um ökutæki).

Ath: Ef nýr eigandi ökutækis vill hafa veglykil í ökutækinu þarf viðkomandi að gera áskriftarsamning við Spöl á einhverjum af afgreiðslustöðum Spalar og fá þar veglykil.

Veglykill, sem tekinn er af framrúðunni, getur orðið ónothæfur ef límfesting skemmist eða fótur verður eftir á rúðu. Hægt er að fá nýjan fót sendan í pósti með því að hringja í afgreiðslu Spalar í síma 431 5900.

Ef bíll er seldur með veglykli í er veglykillinn á ábyrgð fyrri eiganda (samningshafa) þar til honum hefur verið skilað til Spalar eða gengið hefur verið frá eigandaskiptum á veglyklinum gagnvart Speli. Kaupandi bílsins getur látið flytja viðkomandi veglykil á áskriftarsamning á sínum vegum.

Áskrifandi ber ábyrgð á veglykli sínum gagnvart Speli þar til honum hefur verið skilað til Spalar.

Hætt verður að innheimta veggjald einhvern tíma á árinu 2018 og í framhaldinu greiðir Spölur viðskiptavinum sínum fjármuni sem þeir kunna þá að eiga inni hjá félaginu vegna fyrirframgreiddra ferða. Spölur endurgreiðir sömuleiðis afsláttarmiða sem viðskiptavinir eiga og endurgreiðir skilagjald veglykla.

Þetta verður kynnt og auglýst þegar þar að kemur á árinu 2018. 

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Spölur ehf. á og rekur Hvalfjarðargöng.

Skrifstofa Spalar er að
Kirkjubraut 28, 
300 Akranes
sími 431 5900, fax 431 5901. 

Opið mánudaga til fimmtudaga  8-16

og föstudaga 8-15 

Kennitala: 511295-2119

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009