Hvað er veglykill?

gjaldhlid ljosVeglykill er tæknibúnaður í litlum kassa sem límdur er innan á framrúðuna bak við útsýnisspegilinn.

Loftnet nemur boð frá veglyklinum í hvert sinn sem áskrifandi á leið um gjaldhliðið og skráir ferðina sjálfvirkt í upplýsingakerfi Hvalfjarðarganga.

Móðurtölvan "þekkir" lyklana sem í umferð eru, dregur hverja ferð frá inneign áskrifandans og lætur hann vita með ljósmerki um stöðu áskriftarreikningsins.

Þegar allar ferðir áskrifanda hafa verið notaðar er 40 eða 100 ferðum bætt við, samkvæmt samningi við Spöl ehf. og sendur út greiðsluseðill fyrir ferðunum eða þær skuldfærðar á greiðslukortareikning viðkomandi.

Gjaldtökukerfið í Hvalfjarðargöngum var nýmæli á Íslandi og er enn einstakt á sinn hátt.

Ný tækni kallar á nýyrðasmíði og nauðsynlegt var að finna þjálft og gott heiti á litla kassann sem áskrifendur Spalar fengu á framrúðu bíla sinna.

Ýmsar tillögur voru viðraðar áður en Hvalfjarðargöng voru opnuð fyrir umferð en nýyrðið VEGLYKILL þótti bera af og festist fljótt og vel í málinu.

Starfsmenn Íslenskrar málstöðvar eiga heiðurinn af orðinu veglykill.

Hætt verður að innheimta veggjald einhvern tíma á árinu 2018 og í framhaldinu greiðir Spölur viðskiptavinum sínum fjármuni sem þeir kunna þá að eiga inni hjá félaginu vegna fyrirframgreiddra ferða. Spölur endurgreiðir sömuleiðis afsláttarmiða sem viðskiptavinir eiga og endurgreiðir skilagjald veglykla.

Þetta verður kynnt og auglýst þegar þar að kemur á árinu 2018. 

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Spölur ehf. á og rekur Hvalfjarðargöng.

Skrifstofa Spalar er að
Kirkjubraut 28, 
300 Akranes
sími 431 5900, fax 431 5901. 

Opið mánudaga til fimmtudaga  8-16

og föstudaga 8-15 

Kennitala: 511295-2119

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009