Áskriftarskilmálar

Hætt verður að innheimta veggjald einhvern tíma á árinu 2018 og í framhaldinu greiðir Spölur viðskiptavinum sínum fjármuni sem þeir kunna þá að eiga inni hjá félaginu vegna fyrirframgreiddra ferða. Spölur endurgreiðir sömuleiðis afsláttarmiða sem viðskiptavinir eiga og endurgreiðir skilagjald veglykla.

Þetta verður kynnt og auglýst þegar þar að kemur á árinu 2018. 

 

Eftirfarandi áskriftarskilmálar vegna ferða um Hvalfjarðargöng tóku gildi hjá Speli 1. október 2009. Þar er skýrar kveðið á um ábyrgð áskrifanda gagnvart meðferð, notkun og skilum á veglyklum Spalar en í fyrri skilmálum og skilagjald veglykils hækkað í 3.000 krónur. 

1. Samningurinn er um notkun einstaklinga og lögaðila á áskriftar- og afsláttarkerfi Spalar ehf. í Hvalfjarðargöngum.

1.1 Einungis er hægt að gera einn samning á hverja kennitölu.

2. Ábyrgð Spalar ehf.

2.1 Spölur ehf. veitir áskrifanda heimild til að fara um Hvalfjarðargöng gegn greiðslu samkvæmt gjaldskrá sem Spölur ehf. ákveður. Gildandi gjaldskrá hverju sinni má nálgast hjá söluaðilum og á heimasíðu Spalar ehf., www.spolur.is.

2.2 Spölur ehf. skráir ferðir áskrifanda um Hvalfjarðargöng og tryggir að öll meðferð slíkra upplýsinga sé í samræmi við ákvæði laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Áskrifandi getur hvenær sem er óskað eftir að Spölur ehf. láti honum í té yfirlit um eknar ferðir á tilteknu tímabili.

2.3 Spölur ehf. ábyrgist að óviðkomandi hafi ekki aðgang að upplýsingum um ferðir áskrifenda.

3. Ábyrgð áskrifanda

3.1 Áskrifandi skuldbindur sig til að greiða veggjald í Hvalfjarðargöngum fyrir fram, samkvæmt gjaldskrá á hverjum tíma. Við gjaldskrárbreytingar leiðir inneign á viðskiptareikningi áskrifanda til fleiri eða færri ferða eftir því hvort veggjaldið lækkar eða hækkar.

3.2 Áskrifandi ákveður í upphafi viðskipta hvort endurnýjun inneignar eigi sér stað með greiðsluseðli eða boðgreiðslu.

3.3 Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga greiðsluseðils standi áskrifandi ekki í skilum.

3.4 Aki áskrifandi um áskriftarhlið Hvalfjarðarganga án þess að innistæða sé á reikningi hans, og vanskil hafa myndast, áskilur Spölur ehf. sér rétt til að innheimta fullt veggjald samkvæmt viðeigandi gjaldflokki, auk kostnaðar.

3.5 Áskrifandi fær afhentan veglykil gegn skilagjaldi samkvæmt gildandi gjaldskrá hverju sinni og skuldbindur sig til að festa lykilinn tryggilega innan á framrúðu ökutækisins sem veglykillinn er skráður á. 

3.6 Veglykill er eign Spalar ehf. og skráður til notkunar í tilteknu ökutæki. 

3.7 Óheimilt er að flytja veglykil milli ökutækja áskrifanda eða annarra. Einnig er óheimilt að framselja veglykil til þriðja aðila án samþykkis Spalar ehf. 

3.8 Áskrifandi getur sagt upp samningi  þessum skriflega með 7 daga fyrirvara. Áskrifandi skal skila Speli ehf. veglykli, einum eða fleiri, og fær þá endurgreitt innan 30 daga það sem áskrifandi kann að eiga inni á viðskiptareikningi sínum. 

3.9 Áskrifandi, sem segir upp samningi, er ábyrgur fyrir þeim veglyklum sem skráðir eru á samninginn þar til þeim hefur verið skilað til Spalar ehf. eða söluaðila félagsins. Áskrifandi ber ábyrgð á að nota veglykilinn í samræmi við ákvæði samnings þessa og skal tilkynna Speli ehf. tafarlaust ef veglykill skemmist, týnist eða ef veglykli er stolið. Áskrifandi skal bæta Speli ehf. glataðan veglykil samkvæmt gildandi gjaldskrá hverju sinni.

3.10 Afsláttur áskrifanda samkvæmt samningi þessum gildir einungis þegar ekið er um akreinar sérstaklega ætlaðar áskrifanda í gjaldhliði Hvalfjarðarganga.

3.11 Áskrifandi, sem fer um akreinar fyrir reiðufé og kortaviðskipti, nýtur ekki afsláttarkjara heldur greiðir veggjald fyrir staka ferð.

4. Áskrifandi heimilar Speli ehf. að óska skráningar vanskila í vanskilaskrá hjá Creditinfo Ísland ef vanskil hafa varað lengur en 40 daga.

5. Önnur viðurlög

5.1 Samningur er tengdur ökutæki, ekki veglykli. Spölur ehf. innheimtir fullt veggjald með álagi hjá þeim sem aka um gjaldhlið Hvalfjarðarganga án þess að greiða veggjald. Miðað er við gjald fyrir staka ferð í hverjum gjaldflokki að viðbættu 2.800 króna álagi. 

5.2 Spölur ehf. áskilur sér rétt til að innheimta fullt kostnaðarverð veglykils, ásamt 2.800 króna álagi, vegna vanrækslu á skilum veglykla til félagsins.

6. Spölur ehf. getur sagt samningi þessum upp fyrirvaralaust brjóti áskrifandi gegn framangreindum samningsákvæðum.

6.1 Áskrifandi skal skila þeim veglyklum sem skráðir eru á samning hans innan 30 daga.

6.2 Áskrifandi fær endurgreidda innan 30 daga inneign sem hann kann að eiga á viðskiptareikningi sínum.

 

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Spölur ehf. á og rekur Hvalfjarðargöng.

Skrifstofa Spalar er að
Kirkjubraut 28, 
300 Akranes
sími 431 5900, fax 431 5901. 

Opið mánudaga til fimmtudaga  8-16

og föstudaga 8-15 

Kennitala: 511295-2119

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009