Print

Myndband – flutningabíl ekið á hæðarslá ganganna

.

Gámur á flutningabíl lenti harkalega á hæðarslá yfir suðurmunna Hvalfjarðarganga að kvöldi síðastliðins fimmtudags 16. júlí.

Dramatísk mynd úr eftirlitskerfi ganganna sýnir að þar lá við stórslysi en sem betur ber héldu tvær af þremur stálkeðjum 600 kg þungum stálbitanum uppi eftir áreksturinn.

Farmur bílsins var vel yfir löglegri hæð, sem er 4,2 metrar.

Print

Metumferð í júní

.

Fleiri fóru um göngin í júní í ár en áður í sama mánuði frá upphafi eða hátt í 226 þúsund ökutæki.

Umferðin jókst um 4,5% í júní frá sama mánuði í fyrra, sem er nokkurn veginn sama hlutfallsaukning og á hringveginum í júní.

Print

„Flöskuháls“ á Kjalarnesi og í Mosfellsbæ

.

Hvalfjarðargöngum var lokað í 13 mínútur um áttaleytið í gærkvöld vegna þess að umferð gekk afar hægt sunnan Hvalfjarðar, þ.e.a.s. á Kjalarnesi og í Mosfellsbæ. Starfsmenn Spalar vildu þannig koma í veg fyrir að bílar væru stopp í göngunum sjálfum á meðan þessi hægagangur varði.