Print

Opin göng og gjaldfrjáls á fimmtudaginn - vegna verkfalls

.

Starfsmenn í gjaldskýli Hvalfjarðarganga leggja niður störf frá kl. 12 á hádegi til miðnættis á fimmtudaginn kemur, 30. apríl, þegar kemur til boðaðrar vinnustöðvunar Starfsgreinasambandsins. Göngin verða opin fyrir umferð en engin veggjöld innheimt á meðan.

Print

Stefnt að malbikun 8.-11. maí!

.

malbikun okt 2014Stefnt er að því að malbika í Hvalfjarðargöngum helgina 8.-11. maí og að göngin verði þá lokuð frá kvöldi föstudags til mánudagsmorguns.

Horft var áður til malbikunar um komandi helgi,  24.-27. apríl, en langtímaveðurspáin er óhagstæð framkvæmdum og þeim er því slegið á frest.

Endanleg ákvörðun um malbikun/lokun í maí verður tekin þegar nær dregur og  tilkynnt þá og auglýst.

Print

Verulega aukin umferð í mars

.

Hátt í 138 þúsund ökutæki fóru um Hvalfjarðargöng í marsmánuði, 4,5% fleiri í sama mánuði í fyrra. Vegagerðin mældi álíka aukningu umferðar á hringveginum eða um 4,7% frá mars í fyrra.