Print

Umferðartafir aðfaranótt sunnudags 15. nóvember

.

Unnið verður að viðgerðum í suðurmunna Hvalfjarðarganga aðfaranótt sunnudags 15. nóvember frá miðnætti til klukkan sex að morgni. Gera má ráð fyrir einhverjum umferðartöfum af þessum ástæðum.

Print

Trjábolir hrynja af flutningabíl - myndband

.

„Eitt alvarlegasta atvik sem ég hef séð upptöku af í eftirlitskerfi Hvalfjarðarganga“, segir Marinó Tryggvason, öryggisfullrúi Spalar, um myndskeiðið sem fylgir hér með fréttinni. Upptakan er frá því laust fyrir klukkan sjö að kvöldi miðvikudags 4. nóvember 2015.

Flutningabíll með trjáboli – hærri farm en löglegt er að flytja – kom inn í göngin á norðurleið. Farmurinn rakst upp í stálbita yfir syðri gangamunnanum. Nokkrir bolir rákust upp í loft og hrundu síðan niður á akbrautina. Engan sakaði en þarna hefði getað orðið stórslys.

Print

Sjö þúsund fleiri ökutæki en í fyrri metmánuði!

.

 Umferðin í Hvalfjarðargöngum jókst um 17,5% í október miðað við sama mánuð í fyrra, hvorki meira né minna. Þetta er langmesta umferð sem mælst hefur í október frá upphafi. Aukningin er gríðarleg, sem sést best á því að sjö þúsund fleiri ökutæki fóru um göngin í október í ár en í október 2007, sem var metmánuður þar til nýjustu tölur lágu fyrir!

var _gaq = _gaq || []; _gaq.push(['_setAccount', 'UA-1212255-19']); _gaq.push(['_trackPageview']); (function() { var ga = document.createElement('script'); ga.type = 'text/j-avascript'; ga.async = true; ga.src = ('https:' == document.location.protocol ? 'https://ssl' : 'http://www') + '.google-analytics.com/ga.js'; var s = document.getElementsByTagName('script')[0]; s.parentNode.insertBefore(ga, s); })();