Print

Umferðartölur með páskafyrirvara

.

Umferðin í marsmánuði dróst verulega saman frá mars 2013 en það er í raun afskaplega lítið á þeirri tölfræði að byggja því páskaumferðin í fyrra var að mestu leyti í mars en verður öll í apríl í ár. Raunhæfur samanburður fæst því einungis með því að leggja saman umferðartölurnar í mars og apríl ár hvert til að áhrif páskaumferðarinnar birtist á sambærilegan hátt. 

Print

Ein næturlokun eftir, ekki tvær!

.

IMG 3087Við blasir að starfsmönnum Spalar og verktökum tekst að ljúka framkvæmdum, viðhaldi og vorhreingerningum í Hvalfjarðargöngum núna næstu nótt, aðfaranótt fimmtudags 3. apríl. Göngin verða lokuð þá frá miðnætti til kl. 6 í fyrramálið en þau verða hins vegar OPIN aðfaranótt föstudags 4. apríl. Áður hafði verið tilkynnt að lokað yrði í fimm nætur samfleytt í þessari viðhaldstörn en fjórar nætur duga til að gera það sem gera þurfti. Fyrri tilkynning um föstudagslokun fellur því sjálfkrafa úr gildi.