Print

Stærstur hluti áskriftartekna Spalar upprunninn á höfuðborgarsvæðinu

.

Vegfarendur með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu greiða liðlega 23% af áskriftartekjum Spalar, sem á og rekur Hvalfjarðargöng. Sambærilegur hlutur Vestlendinga (áskrifenda á öllu Vesturlandi) er 19,5%, þar af er hlutur áskrifenda á Akranesi 12,6%.

Þetta er niðurstaða nýrrar greiningar á gögnum úr upplýsingakerfi Hvalfjarðarganga varðandi tekjur Spalar á árinu 2013.

Print

Kynnisferð aðstandenda viðbragðsáætlunarinnar

.

IMG 3722webFríður flokkur lögreglumanna og slökkviliðsmanna af höfuðborgarsvæði og Vesturlandi komu í heimsókn í Hvalfjarðargöng á dögunum til að kynna sér samgöngumannvirkið í ljósi nýlega samþykktrar viðbragðsáætlunar. Síðan lá leiðin til Akraness þar sem málin voru rædd í ranni embættis sýslumanns.