Print

Frumraun nýs merkingarbíls

.

malningarbill webGSG vegmerking ehf. notaði í fyrsta sinn nýjan málningarbíl til vegmerkingar í Hvalfjarðargöngum í nótt. Þetta er Volvo og stóð sannarlega fyrir sínu eins og sænskir gæðafákar jafnan gera.

Print

Göngin opin aðfaranótt miðvikudags!

.

Hvalfjarðargöng verða OPIN næstu nótt, þ.e. aðfaranótt 20. maí.

Auglýst var og kynnt að lokað yrði þá vegna framkvæmda í tvær nætur í framhaldi af malbikun um liðna helgi og viðhalds. Verkum miðaði hins vegar mun hraðar en ráð var fyrir gert.

Upp úr klukkan fjögur í morgun var opnað á ný fyrir umferð og vorverkum í Hvalfjarðargöngum er þar með lokið í þetta sinn.

Print

Lokað næstu tvær nætur - að óbreyttu

.

Hvalfjarðargöng verða lokuð næstu tvær nætur, eins og áður hefur verið tilkynnt, þ.e frá kl. 22 í kvöld til kl. 6 í fyrramálið, að morgni þriðjudags 19. maí, og á sama tíma aðfaranótt miðvikudags 20. maí. Næturnar verða nýttar til að ljúka verkum sem tengjast malbikun um nýliðna helgi.

Framkvæmdir um helgina  gengu mjög vel og voru raunar á undan áætlun. Ef tekst að ljúka því sem út af stendur núna næstu nótt er að sjálfsögðu óþarft að loka líka aðfaranótt miðvikudagsins en það skýrist ekki fyrr en í fyrramálið. Vegfarendur ættu þvi að fylgjast með tilkynningu hér á síðunni á morgun.