Print

Metumferð í göngunum árið 2015

.

Umferð í Hvalfjarðargöngum var meiri 2015 en dæmi eru um á einu ári frá því göngin voru opnuð til umferðar sumarið 1998. Fyrra metið var frá árinu 2007.

Umferð í desember síðastliðnum var 15% meiri en í sama mánuði í fyrra en þá ber þess að geta að í jólamánuðinum 2014 viðraði löngum illa til ferðalaga og það birtist í óeðlilega lágum umferðartölum.

Print

Nóvember – enn einn metmánuðurinn

.

Umferð í göngunum í nóvember var mun meiri en dæmi eru um áður í þessum dimma vetrarmánuði. Hátt í 150 þúsund ökutæki fóru undir Hvalfjörð, 8,6% fleiri en í nóvember í fyrra.

Umferðarteljarar Vegagerðinnar segja sömu söguna um hringveginn. Umferðin þar jókst um 6% í nóvember miðað við sama mánuð í fyrra, sem er met. Hún jókst mest á Austurlandi en minnst á Suðurlandi.

var _gaq = _gaq || []; _gaq.push(['_setAccount', 'UA-1212255-19']); _gaq.push(['_trackPageview']); (function() { var ga = document.createElement('script'); ga.type = 'text/j-avascript'; ga.async = true; ga.src = ('https:' == document.location.protocol ? 'https://ssl' : 'http://www') + '.google-analytics.com/ga.js'; var s = document.getElementsByTagName('script')[0]; s.parentNode.insertBefore(ga, s); })();