Print

Göngin lokuð í hálfan þriðja sólarhring 17.-20. október

.

1webHvalfjarðargöng verða lokuð vegna malbikunar í hálfan þriðja sólarhring núna í októbermánuði. Þetta er lengsta samfellda lokun ganganna frá upphafi og reyndar í fyrsta sinn sem slitlag er endurnýjað á akbrautum þar frá því þau voru opnuð í júlí 1998. Upprunalegt malbik endist þannig margfalt betur en ráð var fyrir gert.

Print

Mesta umferð í ágúst frá upphafi

.

Umferð í Hvalfjarðargöngum var 10% meiri í ágúst í ár en í sama mánuði í fyrra og reyndar meiri en dæmi eru um áður frá því þau voru opnuð í ágúst 1998. Ágúst hrunársins margumtalaða 2008 hefur til þessa átt umferðarmet ágústmánaða frá upphafi nú sigldi ágúst 2014 á toppinn sem metmánuður.

Print

Meiri umferð en áætlað var

.

Umferðin í Hvalfjarðargöngum var heldur meiri á fyrri helmingi ársins 2014 en áætlað var og tekjur Spalar voru því að sama skapi umfram áætlun. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Spalar ehf. sem birt var í Kauphöllinni í dag.