Print

150 fleiri ökutæki á sólarhring um göngin 2014 en 2013

.

Umferðin í Hvalfjarðargöngum jókst um álíka mikið undanfarin tvö ár eða um 2,7% 2014 og 2,5% 2013. Sólarhringsumferðin var 5.312 ökutæki í fyrra, sem svarar til aukningar um nær 150 ökutæki að jafnaði á sólarhring frá fyrra ári. Tekjur af veggjaldi 2014 námu 1.136 milljónum króna, sem er aukning um 4,1% frá fyrra ári.

Print

Öskudagsfjör

.

hausÁ annað hundrað börn litu inn hjá Speli á Akranesi í dag, tóku lagið og fengu eitthvað sætt í gogginn að launum. Starfsmenn Spalar gerðu sér líka dagamun í tilefni öskudagsins. Þeir komu að vanda til dyranna eins og þeir eru klæddir en voru hreint ekki í hvunndagsklæðum í þetta sinn. Öskudagsfjörið litar alltaf tilveruna hjá ungmennum á öllum aldri.