Print

Vegslár við gjaldskýlið í nafni öryggis, réttlætis og sanngirni

.

slar1webVegslár verða innan tíðar teknar í gagnið á ytri akreinum áskrifenda við gjaldskýli Hvalfjarðarganga. Tæknibúnaðurinn var að hluta settur upp þegar göngin voru lokuð á dögunum vegna malbikunar.

Hvers vegna er gripið til slíkra aðgerða yfirleitt og hvers vegna einmitt núna þegar liðið er verulega á rekstrartíma ganganna á vegum Spalar?

Stutta svarið: annars vegar til að tryggja að um göngin fari ekki aðrir en þeir sem greitt hafa veggjald, bæði íslenskir og erlendir vegfarendur, og hins vegar til að hægja á umferð við skýlið í öryggisskyni.

Print

Malbikunarhelgin - myndbrot

.

9-malbikun-2014Malbikun í Hvalfjarðargöngum tókst afskaplega vel. Verkið gekk samkvæmt áætlun og vel svo það. Unnt var að opna göngin að nýju nokkru fyrr en auglýst hafði verið aðfaranótt mánudags 20. október. Meðfylgjandi myndir tók Marinó Tryggvason, öryggisfulltrúi Spalar, af tækjum og mannskap við störf í göngunum og utan þeirra þegar allt var í fullum gangi.

Print

Göngin opnuð á ný kl. 6 í fyrramálið

.

Malbikun slitlags í Hvalfjarðargöngum gengur samkvæmt áætlun og stefnt er að því að opna göngin fyrir umferð á ný kl. 6 í fyrramálið að sögn Gylfa Þórðarsonar, framkvæmdastjóra Spalar.  Gylfi segir verkið hafa sóst vel og samstarf við verktakann, Hlaðbæ-Colas, hafi verið sérlega farsælt. Ánægjulegt sé að allt bendi til þess að áætlanir um verklok muni standast fullkomlega.