Print

Göngin opnuð á ný kl. 6 í fyrramálið

.

Malbikun slitlags í Hvalfjarðargöngum gengur samkvæmt áætlun og stefnt er að því að opna göngin fyrir umferð á ný kl. 6 í fyrramálið að sögn Gylfa Þórðarsonar, framkvæmdastjóra Spalar.  Gylfi segir verkið hafa sóst vel og samstarf við verktakann, Hlaðbæ-Colas, hafi verið sérlega farsælt. Ánægjulegt sé að allt bendi til þess að áætlanir um verklok muni standast fullkomlega.

Print

Malbikað um helgina og lokað á meðan

.

Boðuð malbikun í Hvalfjarðargöngum kemur til framkvæmda um næstu helgi og þá verða göngin lokuð frá því kl. 20 föstudagskvöldið 17. október til kl. 6 að morgni mánudags  20. október. Spölur og verktakinn, Hlaðbær-Colas, munu samt greiða fyrir því að bílar í neyðarakstri komist um göngin á framkvæmdatímanum (sjúkralið, slökkvilið, lögregla).

Print

Aukning um 3% í september

.

Umferðin í göngunum í september var þremur af hundraði meiri en í sama mánuði í fyrra. Þegar horft er um öxl sést að umferðin var meiri  í öllum mánuðum nema mars.